RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Fjáröflun að hefjast

16/09/2019

Alzheimersamtökin hefja nú sölu á skarti og lyklakippu til stuðnings uppbyggingu miðstöðvar fyrir yngri greinda með heilabilun og þá sem eru skammt gengnir með sjúkdóm sinn.

 

Hönnuður gripanna er Gabríella Ósk, sem vildi minnast ömmu sinnar með þessu hætti. Þá voru það listamennirnir og gullsmiðirnir í Sign í Hafnarfirði sem tóku að sér og gáfu vinnu við að þróa hugmyndina áfram og þar til framleiðslan kom til landsins.

 

Guðjón Reynir Jóhannesson vann fyrir okkur myndbönd til kynningar og þar nutum við velvilja frú Elizu Reid forsetafrúar og Guðna Bergssonar formanns KSÍ. Markaðsherferðin sjálf er svo keyrð af starfsmönnum Svartagaldurs.

 

Öllum þessum frábæru velunnurum þökkum við kærlega þeirra framlag.

 

Stjórn Alzheimersamtakanna hefur þegar hafið forvinnu við að finna samtökunum og miðstöðinni húsnæði við hæfi. Þar er ætlunin að þeir sem hafa greinst en eru ekki það veikir að þeir þurfi sérhæfð úrræði, geti komið og notið þjónustu sem hæfir þeirra þörfum og áhuga, notið ráðgjafar sérfræðinga og hitt fólk í sömu sporum.

 

Menið og kippan eru komin í sölu í netverslun á heimasíðu samtakanna. Það verður líka til sölu á málþingi samtakanna í tilefni Alþjóða Alzheimerdagsins laugardaginn 21. september á Grand Hóteli. Yfirskriftin verður „Ég er enn ég“ – Mannréttindi fólks með heilabilun. Á málstofunni munu m.a. einstaklingar með heilabilun segja sögu sína.

 

Hálsmenið og lyklakippuna er hægt að kaupa í netverslun okkar

Mannréttindi fólks með heilabilun - Ég er enn ég!

11/09/2019

Alþjóðlegi Alzheimersdagurinn er 21.september 2019. Í tilefni dagsins verða Alzheimersamtökin með málstofu á Grand Hótel Reykjavík með yfirskriftinni: Ég er enn ég! Mannréttindi fólks með heilabilun. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Grein birt í Morgunblaðinu 9.september 2019

10/09/2019

Er þetta í lagi?
Grein birt í Morgunblaðinu 9.september 2019 eftir Vilborgu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna

Hvað er heilabilun? Ný vefsíða ætluð einstaklingum með þroskahömlun

04/09/2019

Norska hæfnisetrið Aldring og Helse, Norræna Velferðarmiðstöðin og Norska Samaþingið kynna vefsíðuna „Hvað er heilabilun“ sem er sérstaklega ætluð einstaklingum með þroskahömlun. Vefsíðan greinir frá staðreyndum og þekkingu með texta, myndum, hreyfimyndum og tali. Upplýsingarnar eru á skýru og einföldu máli ásamt spurningakeppni með samantekt á innihaldi í lokin þar sem hægt er að athuga hvort upplýsingarnar hafi verið meðteknar.
Einstaklingar með þroskahömlun, og sérstaklega Downsheilkenni, þjást oftar af heilabilun en aðrir á sextugsaldri. Umræddir einstaklingar þurfa þekkingu og upplýsingar um heilabilun, en geta oft ekki nýtt sér upplýsingar sem eru tilstaðar því upplýsingarnar eru of flóknar. Opnuð hefur verið vefsíða á norrænum og samískum tungumálum. 
Þekking og upplýsingar eru mikilvæg verkfæri til að takast á við sjúkdóma. Þetta á ekki aðeins við um sjúklingana sjálfa heldur einnig ástvini og umönnunaraðila. Í dag skortir þekkingu um heilabilun fyrir einstaklinga með þroskahömlun.
Allar útgáfur verða aðgengilegar á hér meðal annars á íslensku.

17
sep

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

17/09/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

21
sep

Alzheimerdagurinn 2019

21/09/2019
kl. 14:00-16:00

Staðsetning

Grand Hótel - Gullteigur

Tími

Kl. 14:00-16:00

Stutt lýsing

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er 21. september ár hvert.

Alzheimersamtökin bjóða af því tilefni upp á málþing.

Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.

01
okt

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

01/10/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

03
okt

Alzheimerkaffi í Reykjavík

03/10/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með Alzheimer og og aðra heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Dagskrá: Spjall - Fræðsla - Kaffi - Söngur með undirleik

Aðgangseyrir kr. 500.- kaffi innifalið.
Ekki þarf að skrá sig, bara mæta á staðinn.
 

VEFTRÉ
W:
H: