RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Sumarlokun

19/07/2019

Skrifstofa Alzheimersamtakanna verður lokuð vegna sumarleyfa fram yfir verslunarmannahelgi. 

 

Á þeim tíma er eingöngu hægt að senda minningarkort í gegnum heimasíðuna með því að smella á hlekk á forsíðu. 

 

Við munum reyna að fylgjast með tölvupóstum og svar þeim sem við teljum brýnast. 

 

Viðhorf til heilabilunarsjúkdóma

10/07/2019

Á undanförnum tveimur mánuðum hafa Alþjóðlegu Alzheimersamtökin (ADI) gert alþjóðlegt könnun á viðhorfum til heilabilunarsjúkdóma. Alzheimersamtökin á Íslandi sendu könnunina út til félagsmanna sinna í maí s.l. Svarhlutfall frá meðlimum, fagaðilum og almenningi hefur farið fram úr björtustu vonum ADI, en tæplega 70.000 manns í meira en 140 löndum hafa lokið við að svara könnuninni. 

Nú hefur teymið frá London School of Economics and Political Science hafið greiningarvinnuna, en ADI er að vinna að því að móta Alzheimerskýrsluna fyrir árið 2019 sem væntanleg er á sjálfan Alzheimerdaginn 21. september. Niðurstöður könnunarinnar verður uppistaðan í skýrslunni ásamt ritgerðum og rannsóknum frá helstu sérfræðingum á þessu sviði. Farið verður í saumana á vitundar-vakningu á heilabilunarsjúkdómum og fordómum gagnvart þeim. Áhugaverður vinkill er hvernig ýmsir frumbyggjar og jaðarhópar takast á við heilabilun, þetta hefur ekki mikið verið skoðað áður. Ennfremur verður fjallað um málsvara heilabilunarsjúkdóma; þá sem lifa með heilabilun og umönnunaraðila þeirra.

 

Það er ástæða til að hlakka til útkomu skýrslunnar.
Lesa má nýjasta fréttabréf ADI hér.

 

Mikilvægt að huga að hreysti hugans til að sporna við heilabilun

08/07/2019

Talið er að um þrjú hundruð einstaklingar greinist með heilabilun hér á landi á hverju ári. Sjúkdómurinn er ógnvekjandi og hefur mikil áhrif á líf þeirra sem með hann greinast. María Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur segir mikilvægt að efla hreysti hugans til þess að minnka líkurnar á því að fá heilabilun. Með aukinni heilahreysti sé hægt að draga úr líkum á heilabilun.

„Við erum að þjálfa heilann alla ævi, því alla ævi lærum við eitthvað nýtt. Við getum breytt heilanum og myndað nýjar taugafrumur á fullorðinsaldri en lengi vel héldu menn að það væri alls ekki hægt, heilinn væri fullmyndaður á einhverjum tilteknum aldri og svo sætum við uppi með hann. Það er líklegt að þetta hafi svo mótað dálítið afstöðu manna til þess hvernig þeir mættu ellinni, minnistapi og sjúkdómum á borð við heilabilun,“ segir María.

„Það skiptir töluvert miklu máli að viðhafa virkni. Virknin þarf að vera bæði andleg og líkamleg og sú andlega þarf að vera fjölbreytt. Hún þarf að fela í sér samskipti við annað fólk og fjölbreytt verkefni. ekki vera einhæf heldur vinna gegn vanvirkni. Vanvirkni heilu dagana dregur úr lífsgæðum og í raun og veru getur hraðað ferlinu,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir.

Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi, segir mikilvægt að þekkja bæði sjúkdóminn og fyrstu einkenni hans vel til að létta undir með þeim sem greinst hafa. „Okkar heilræði er að reyna að stuðla að því á fyrstu stigum sjúkdómsins að líf þess veika verði sem innihaldsríkast og líkast því sem það var áður. Mikilvægt er að ræða saman opinskátt um sjúkdóminn og hlusta á hvað einstaklingurinn sjálfur vill þegar kemur að þjónustu. Þá er gott að forðast allar meiriháttar breytingar og aðstæður sem geta valdið þeim veika óróleika eða óöryggi,“ segir Vilborg.

 

Fréttablaðið var með áhugaverða umfjöllun undir yfirskriftinni "Er hægt að forðast heilabilun?" Hægt að lesa greinina í heild hér.

Frá Jóni Snædal: Raddir sjúklinga

03/07/2019

Raddir sjúklinga hafa ekki verið háværar og það er stutt síðan farið var að hlusta á þá af einhverri alvöru.

 

Hluti af skýringunni er að greining á sjúkdómi eins og Alzheimer var oft ekki gerð fyrr en heilabilun var komin vel á veg en núna er greining orðin öruggari fyrr.

 

Viðhorfsbreytingin gerist hratt þessi árin. Innan Alzheimer Europe,  hefur verið stofnuð sérstök deild fyrir sjúklinga og aðstandendur og á þessu ári var það sama gert innan íslenska félagsins. Á ráðstefnum Alzheimer Europe eru nú orðið alltaf erindi frá sjúklingum og sumir þeirra hafa orðið eftirsóttir fyrirlesarar sem fara víða.

 

Í Noregi eru sjúklingar og aðstandendur aðilar að ákvörðunum t.d. um hvaða vísindarannsóknir er vert að styrkja. Í stefnum á þessu sviði í Noregi og Danmörku er mikil áhersla lögð á að raddir sjúklinga heyrist sem best og að hafa þá með í ákvörðunum.

 

Í þeim drögum að stefnu sem nú er í samráðsgátt er kafli um raddir sjúklinga og þar er m.a. lagt til að Alzheimer samtökin hér á landi kjósi í stjórn félagsins einstakling með greiningu á Alzheimer eða öðrum sjúkdómi sem getur valdið heilabilun.

06
ágú

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

06/08/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

20
ágú

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

20/08/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
 

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

21
ágú

Móttaka fyrir hlaupara

21/08/2019
kl. 16:30-18:30

Staðsetning

Setrið, Hátún 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30-18:30

Stutt lýsing

 Á hverju ári bjóða Alzheimersamtökin þeim sem ætla að hlaupa til góðs fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til hvatningarhátíðar í vikunni fyrir hlaupið.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga til að líta við, hvort sem fólk ætlar að hlaupa, hvetja eða heita á. Það er hægt að taka þátt í hlaupinu á ýmsan hátt, það þurfa ekki allir að hlaupa :) 

Stutt kynning verður á starfsemi samtakanna og hvernig þeirri upphæð sem safnaðist síðast hefur verið varið. Jafnframt kemur Óskar Örn Árnason sem er reyndur hlaupari og gefur ráð varðandi æfingar og næringu í undirbúningi fyrir hlaupin.

Hlökkum til að sjá ykkur! 

22
ágú

Alzheimersamtökin á Fit & Run Expo 2019

22/08/2019
kl. 15:00-20:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 15:00-20:00

Stutt lýsing

Kíktu við á básnum okkar á Fit & Run Expo 2019 um leið og þú sækir hlaupagögnin þín fyrir stóra daginn.

Við verðum á svæðinu allan tímann báða dagana. 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem hlaupið er haldið.
Alzheimersamtökin er eitt af félögunum sem hægt er að hlaupa til góðs fyrir í Reykjavíkurmaraþoni og nú viljum við enn á ný hvetja alla velunnara samtakanna til að taka á rás og hlaupa til stuðnings fólki með heilabilun.

Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.
Þeir sem ekki hlaupa geta lagt sitt af mörkum á áheitavefnum hlaupastyrkur.is​ og þannig styrkt starf samtakanna.

VEFTRÉ
W:
H: