RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Alzheimersamtökin á Ísafirði

21/03/2019

Fulltrúar Alzheimersamtakanna hafa verið á Ísafirði þessa vikuna að fræða um heilabilun og flest sem henni tengist. Mánudaginn 18. mars var námskeiðið Hvað er HEILA málið? Grunnnámskeið um heilabilun haldið í sal Eyri hjúkrunarheimilis. Námskeiðið var fyrir starfsfólk hjúkrunarheimilanna Eyrar á Ísafirði, Bergs í Bolungarvík og Tjarnar á Þingeyri.

 

Hildur Elísabet Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Eyri og Bergi hafði frumkvæði að því að halda námskeiðið. Starfsfólki á bráða- og stoðdeildum HVest stóð einnig til boða að sækja námskeiðið sem og starfsfólki dagdvalarinnar Hlífar og starfsfólki félagslegrar heimaþjónustu hjá Ísafjarðarbæ. Þriðjudaginn 19. mars var námskeiðið endurtekið í heild sinni. Starfsfólki var því skipt niður á þessa svo daga svo sem flestir hefðu tök á að taka þátt. Í heildina voru um 100 þátttakendur. 

 

Kennarar á námskeiðinu voru Helga Eyjólfsdóttir sérfræðingur í öldrunar- og lyflækningum, Berglind Indriðadóttir iðjuþjálfi hjá Farsælli öldrun og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi MA og fræðslustjóri Alzheimersamtakanna. Alzheimersamtökin vilja hrósa Hildi Elísabetu og HVest fyrir framtakið og hvetja aðrar stofnanir til að taka sér þau til fyrirmyndar. 

 

Miðvikudaginn 20. mars buðu samtökin svo upp á þjónustu í samstarfi við Ísafjarðarbæ. Fyrri hluta dags var Sirrý, félagsráðgjafi samtakanna, með ráðgjöf á Velferðarsviði í Stjórnsýsluhúsinu og tók á móti þeim sem höfðu bókað tíma í ráðgjöf.

Seinni partinn var opinn fræðslufundur fyrir alla áhugasama í salnum á 4. hæð Stjórnsýsluhússins. Veður setti aðeins strik í reikninginn og gerði það meðal annars að verkum að framkvæmdastjóri samtakanna, Vilborg Gunnarsdóttir komst ekki Vestur þar sem flug féll niður. Fundurinn fór engu að síður fram og góðar umræður sköpuðust. 

 

Við þökkum Ísfirðingum og nærsveitarfólki kærlega fyrir góðar viðtökur og hlökkum til að koma aftur. 

Sigurbjörg ráðin fræðslustjóri Alzheimersamtakanna

18/03/2019

Alzheimersamtökin hafa gengið frá ráðningu Sigurbjargar Hannesdóttur í stöðu fræðslustjóra samtakanna, en hún starfar nú sem deildarstjóri iðjuþjálfunar hjá Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún hefur starfað frá árinu 2004.

 

Sigurbjörg lauk námi í iðjuþjálfun við Ergoterapeutskolen í Esbjerg í Danmörku árið 2000 en síðan hefur hún lokið diplómanámi í hugrænni atferlismeðferð 2008 og opinberri stjórnsýslu 2012.

 

Auk þess að starfa á Hrafnistu hefur Sigurbjörg áður starfað m.a. á Reykjalundi og á Amager hospital i Kaupmannahöfn.

 

Sigurbjörg hefur ekki aðeins langa reynslu af vinnu með öldruðum og fólki með heilabilunarsjúkdóma heldur líka af miðlun þekkingar með fræðslu og ráðgjöf. Hún hefur haldið ótal fræðslufyrirlestra og skipulagt og séð um ýmsa viðburði.

 

Alzheimersamtökin hlakka til að fá Sigurbjörgu til liðs við sig en hún mun formlega hefja störf  í ágúst eftir sumarlokun.  Sirrý Sif Sigurlaugardóttir sem gegnir starfinu nú mun láta af störfum í sumar.

 

Fréttaumfjöllun um helgina

04/03/2019

Um helgina flutti Ríkissjónvarpið tvær fréttir sem snúa annars vegar að þeim sem greinast tiltölulega ungir með heilabilunarsjúkdóma og hins vegar um skort á skráningu og biðlista eftir úrræðum.

 

Við hvetjum alla til að horfa á þessi fréttbrot. 

http://www.ruv.is/frett/fleiri-greinast-ungir-med-heilabilun

http://www.ruv.is/frett/enginn-veit-hve-margir-thjast-af-heilabilun

Fræðsla á Dalvík

28/02/2019

Þriðjudaginn 26. febrúar síðastliðinn hélt Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna til Dalvíkur.

Þar hafði verið óskað eftir námskeiði fyrir starfsfólk hjúkrunarheimilisins Dalbæjar um samskipti við fólk með heilabilun.

Þetta er í fyrsta skipti sem Alzheimersamtökin heimsækja Dalbæ með fræðslu og því fagnaðarefni. 

 

Námskeiðið var hálfur dagur og þátttaka góð. 

Á meðfylgjandi mynd eru Elísa Rán Ingvarsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri og Hólmfríður Amalía Gísladóttir deildarstjóri. Elísa er jafnframt tengill samtakanna á Dalvík. 

 

Við þökkum góðar móttökur og vonumst til að koma aftur sem fyrst. 

28
mar

Alzheimerkaffi í Borgarbyggð

28/03/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsbæ, Borgarbraut 4

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Spjall, fræðsla og söngur.
Kaffi og meðlæti.


Aðgangseyrir kr. 500.-


Allir velkomnir.

02
apr

Fræðslufundur og ráðgjöf í Grundarfirði

02/04/2019
kl. 10:00-15:00 / 17:00 - 18:30

Staðsetning

Samkomuhúsinu, Sólvöllum 3

Tími

Kl. 10:00-15:00 / 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Ráðgjöfin verður á heilsugæslunni, Hrannarstíg 7

02
apr

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

02/04/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

03
apr

Fræðslufundur og ráðgjöf í Stykkishólmi

03/04/2019
kl. 09:00-14:00 / 17:00-18:30

Staðsetning

Amtsbókasafnið

Tími

Kl. 09:00-14:00 / 17:00-18:30

Stutt lýsing

Ráðgjöf í Setrinu, Skólastíg 11.

VEFTRÉ
W:
H: