RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Kveðja til hlaupara og stuðningsmanna í Reykjavíkurmaraþoninu 2019

15/08/2019

Kæru hlauparar
Alzheimersamtökin eru ykkur ævarandi þakklát fyrir að sýna okkur þann stuðning í verki að hlaupa í okkar nafni á laugardaginn í næstu viku. Nú á þessum síðustu dögum skiptir það okkur líka miklu máli að þið séuð dugleg að vekja athygli á ykkur og hvetja ykkar vini og vandamenn til að heita á ykkur.

Þá langar okkur að bjóða ykkur í móttöku; einskonar upphitun fyrir hlaupið fimmtudaginn 21. ágúst kl. 16.30-18.30 en þar verður m.a. fræðsla frá reyndum hlaupara og afhending bola. Allir hlauparar fá einnig glaðning frá HAp+.

Við verðum að sjálfsögðu með bás í Laugardalshöllinni þar sem væri gaman að sjá ykkur og loks efnum við að venju til uppskeruhátíðar í húsakynnum okkar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 18.30-20.00

Loks má ekki gleyma hvatningarstöðinni við Grandaveg. Þar verðum við með góðan hóp stuðningsmanna sem munu láta vel í sér heyra. Ef þið þekkið einhverja sem ekki hlaupa en vilja styðja viljum við sjá sem flesta þar. #hapsmartcandy @hapsmartcandy @reykjavikmarathon.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn!

Ýr Steinþórsdóttir hlaupari

13/08/2019

Ýr Steinþórsdóttir er nú sá einstaklingur sem safnað hefur hæstu áheitunum fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Hún segir: "Ég hleyp fyrir Alzheimersamtökin vegna þess að faðir minn greindist með heilabilunarsjúkdóm aðeins 55 ára gamall. Samtökin hafa reynst okkur fjölskyldunni vel og mig langar að vekja athygli á málefnum ungra einstaklinga með heilabilun." 
Við hvetjum velunnara okkar til að leggja okkur lið á þessum lokaspretti og heita á sína hlaupara sem eru fjölmargir.

https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=73192

 

Viltu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni 2019

13/08/2019

Viltu vera með?
Hægt er að hlaupa til styrktar Alzheimersamtakanna með því að fara á www.hlaupastyrkur.is og velja góðgerðarfélag. Reykjavíkurmaraþonið er stærsta fjáröflun samtakanna og við hvetjum alla til að taka þátt og vera með. Hægt er að fylgjast nánar með á facebooksíðu samtakanna.

Ert þú með heilabilun - upplýsingar og ráð

12/08/2019

Að greinast með heilabilun veldur miklum breytingum á lífinu. Það munu koma bæði góðir dagar og slæmir, en þú getur samt haldið áfram að lifa góðu lífi. Miklu máli skiptir hvernig þú tekst á við áskoranirnar og hvort þú fáir góða hjálp og stuðning. Hér má lesa bækling útgefinn af Alzheimersamtökunum og hann er fyrir þig sem ert með heilabilun https://www.alzheimer.is/viewer.php?url=uploads/userfiles/files/Ertu%20me%C3%B0%20heilabilun_LOKA.pdf
Það er mikilvægt að þú vitir eins mikið og hægt er um sjúkdóminn. Þá ert þú og fjölskylda þín betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru.

Alzheimersamtökin veita ráðgjöf, stuðning og upplýsingar um hvað eina sem tengist heilabilunarsjúkdómum. Á heimasíðu samtakanna www.alzheimer.is má finna upplýsingar um heilabilunarsjúkdóma og ýmis ráð. Einnig má hringja í ráðgjafasímann 520 1082 eða senda tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is. Ekki hika við að hafa samband.

 

20
ágú

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

20/08/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
 

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

21
ágú

Móttaka fyrir hlaupara

21/08/2019
kl. 16:30-18:30

Staðsetning

Setrið, Hátún 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30-18:30

Stutt lýsing

 Á hverju ári bjóða Alzheimersamtökin þeim sem ætla að hlaupa til góðs fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til hvatningarhátíðar í vikunni fyrir hlaupið.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga til að líta við, hvort sem fólk ætlar að hlaupa, hvetja eða heita á. Það er hægt að taka þátt í hlaupinu á ýmsan hátt, það þurfa ekki allir að hlaupa :) 

Stutt kynning verður á starfsemi samtakanna og hvernig þeirri upphæð sem safnaðist síðast hefur verið varið. Jafnframt kemur Óskar Örn Árnason sem er reyndur hlaupari og gefur ráð varðandi æfingar og næringu í undirbúningi fyrir hlaupin.

Hlökkum til að sjá ykkur! 

22
ágú

Alzheimersamtökin á Fit & Run Expo 2019

22/08/2019
kl. 15:00-20:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 15:00-20:00

Stutt lýsing

Kíktu við á básnum okkar á Fit & Run Expo 2019 um leið og þú sækir hlaupagögnin þín fyrir stóra daginn.

Við verðum á svæðinu allan tímann báða dagana. 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem hlaupið er haldið.
Alzheimersamtökin er eitt af félögunum sem hægt er að hlaupa til góðs fyrir í Reykjavíkurmaraþoni og nú viljum við enn á ný hvetja alla velunnara samtakanna til að taka á rás og hlaupa til stuðnings fólki með heilabilun.

Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.
Þeir sem ekki hlaupa geta lagt sitt af mörkum á áheitavefnum hlaupastyrkur.is​ og þannig styrkt starf samtakanna.

23
ágú

Alzheimersamtökin á Fit & Run Expo 2019

23/08/2019
kl. 14:00-19:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 14:00-19:00

Stutt lýsing

Kíktu við á básnum okkar á Fit & Run Expo 2019 um leið og þú sækir hlaupagögnin þín fyrir stóra daginn. Við verðum á svæðinu allan tímann báða dagana. 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem hlaupið er haldið.
Alzheimersamtökin er eitt af félögunum sem hægt er að hlaupa til góðs fyrir í Reykjavíkurmaraþoni og nú viljum við enn á ný hvetja alla velunnara samtakanna til að taka á rás og hlaupa til stuðnings fólki með heilabilun.

Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.
Þeir sem ekki hlaupa geta lagt sitt af mörkum á áheitavefnum hlaupastyrkur.is​ og þannig styrkt starf samtakanna.

VEFTRÉ
W:
H: