RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Páskakveðja

17/04/2019

Stjórn og starfsfólk Alzheimersamtakanna senda félagsmönnum og öðrum velunnurum kærar kveðjur og vonar að allir muni njóta páskahelgarinnar. Við minnum jafnframt á viðburðadagatalið okkar á heimasíðunni og aðalfundinn sem haldinn verður 9. maí.

Alzheimersamtökin í Mývatnssveit

11/04/2019

Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi, hóf marsmánuð á því að halda opinn fræðslufund í Mývatnssveit föstudaginn 1. mars. Fundurinn var haldinn á Sel-Hóteli við Mývatn að frumkvæði Félags eldri Mývetninga. 

Fundurinn var þó öllum opinn og gaman að segja frá því að fólk á öllum aldri gerði sér ferð til að hlusta á kynningu á Alzheimersamtökunum og því helsta varðandi málefni fólks með heilabilun um þessar mundir.

Ásdís Illugadóttir formaður Félags eldri Mývetninga setti fundinn og stýrði samsöng. Í Mývatnssveit er mikil sönghefð og sungið á öllum fundum félagsins. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem fræðslufundur Alzheimersamtakanna hefst á söng en ekki úr vegi að gera það að venju. Að erindinu loknu bauð félagið upp á kaffi, te og bakkelsi og líflegar umræður sköpuðust. 

Á meðfylgjandi mynd er hluti af fundargestum úr Félagi eldri Mývetninga ásamt Sirrý. Alzheimersamtökin þakka Mývetningum kærlega fyrir boðið og hlakka til að koma aftur við fyrsta tækifæri.

Í leiðinni viljum við benda á að enginn tengill er starfandi í Mývatnssveit. Ef einhver á svæðinu hefur áhuga á að gerast tengill fyrir Alzheimersamtökin getur sá hinn sami sent tölvupóst á alzheimer(a)alzheimer.is til að fá nánari upplýsingar. 

Aukin þjónusta í Reykjavík

10/04/2019

Alzheimersamtökin fagna nýútkominni aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum eldri borgara 2018 - 2022 og óska Reykjavíkurborg til hamingju með þau markmið sem þar eru sett fram. 

Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara 2018 - 2022 var gefin út af velferðarsviði á síðasta ári undir heitinu Reykjavík - aldursvæn og heilsueflandi borg. Þar voru settar fram þær áherslur sem borgin ætlar að hafa að leiðarljósi í þjónustu við eldra fólk á komandi árum. Í þeirri stefnu var í fyrsta skipti klausa um þjónustu við fólk með heilabilun svohljóðandi: 

Við tölum um heilabilun: Umönnun og hjúkrun einstaklinga með heilabilun er vaxandi þáttur í þjónustu við eldri borgara og því skal þróa sérhæfð teymi innan heimaþjónustu sem sinna sérstaklega þessum hópi. Tryggja þarf að starfsfólk fái sérstaka kennslu og þjálfun í umönnun og samskiptum við fólk með heilabilun.

Starfsfólk þarf að hafa þekkingu á þeim einkennum sem benda til heilabilunar og stuðla að því að viðkomandi fái sem fyrst viðeigandi greiningu. Bjóða þarf upp á mismunandi valkosti í stuðningi fyrir heilabilaða og taka sérstaklega tillit til þess álags sem er á aðstandendum þeirra. 

Smellið hér til að lesa stefnuna í heild sinni.  

Nýútkominni aðgerðaáætlun er skipt í fimm megin þætti: félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi og mannauð. Í kaflanum um sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar eru sett fram skýr, mælanleg markmið um hvernig þjónusta við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra verður aukin smám saman á komandi árum. 

Þar á meðal er sérhæfður félagslegur stuðningur inn á heimili fólks með heilabilun, opnun miðstöðvar fyrir sérhæft þverfaglegt teymi í þjónustu við fólk með heilabilun, sveigjanleg dagdvöl fyrir fólk með heilabilun með kvöld og helgaropnun, fjölgun sérhæfðra dagþjálfana og fjölgun almennra dagdvala og stofnun sérhæfðrar tímabundinnar dagþjálfunar til að mæta brýnni þörf. 

Smellið hér til að lesa aðgerðaáætlunina í heild sinni. 

Alzheimersamtökin binda miklar vonir við þessar áherslur Reykjavíkurborgar og hlakka til að sjá þær verða að veruleika. 

 

Bjart yfir í Alzheimerkaffi

08/04/2019

Margt var um manninn á Alzheimerkaffi í Hæðargarði s.l. fimmtudag 4. apríl.  Steinunn Þórðardóttir lyf- og öldrunarlæknir flutti erindi um Alzheimersjúkdóminn og fjallaði þar m.a. um greiningarferlið, meðferð og forvarnir.  Þeim sem greinast með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma fjölgar mikið og í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að sjúklingahópurinn tvöfaldist á tíu ára fresti. Milli 2000 og 2015 fjölgaði þeim sem létust úr hjartasjúkdómum um 11 prósent. Þeim sem létust úr alzheimer fjölgaði um heil 123 prósent. Það má vel yfirfæra þessar hlutfallstölur yfir á Ísland.

Margar lyfjarannsóknir eru nú í gangi og ástæða til bjartsýni um að innan fárra ára komi fram fleiri og fleiri  jákvæðar niðurstöður í þá átt að hamla framgangi heilabilunarsjúkdóma. Það er líka ástæða til bjartsýni þegar við eigum fleiri og fleiri unga og efnilega öldrunarlækna.

Gestir tóku síðan að sjálfsögðu lagið eftir að hafa gætt sér á kaffi og bakkelsi. Það var bjart yfir og vorhugur í fólki þegar allir sungu hástöfum “Lóan er komin”.

Næsta Alzheimerkaffi í Hæðargarði verður 2. maí.

02
maí

Alzheimerkaffi í Reykjavík

02/05/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31, 108 Reykjavík

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

07
maí

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

07/05/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

09
maí

Alzheimerkaffi í Borgarbyggð

09/05/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsbæ, Borgarbraut 4

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Spjall, fræðsla og söngur.
Kaffi og meðlæti.

Aðgangseyrir kr. 500.-

Allir velkomnir.

09
maí

Aðalfundur Alzheimersamtakanna

09/05/2019
kl. 17:00 - 19:00

Staðsetning

Hásalur, Hátúni 10

Tími

Kl. 17:00 - 19:00

Stutt lýsing

VEFTRÉ
W:
H: