RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Fótbolti & Alzheimer

20/02/2019

Charityshirts.is og Alfons Sampsted eru með styrktarleik til fjáröflunar Alzheimersamtakanna.

Leikurinn virkar þannig að atvinnumenn í fótbolta gefa treyjuna sína til happadrættis þar sem allur ágóði rennur til samtaka að eigin vali.

Alfons kaus að styrkja Alzheimersamtökin þar sem amma hans var með Alzheimer.

 

Til að taka þátt þá er farið inn á Charityshirts.is og skrunað aðeins niður. Þá kostar hver miði 1000kr

Brennur þú fyrir málefnum fólks með heilabilun?

18/02/2019

Alzheimersamtökin leita nú liðsmanns í stöðu Fræðslustjóra.

Umsóknarfrestur er til og með 2. mars.

Mikið fjör á Alzheimerkaffi á Akranesi

15/02/2019

Fullt var út úr dyrum á Alzheimerkaffi sem haldið var í hátíðarsal Höfða á Akranesi í vikunni. Dagskráin hófst á kynningu á starfsemi Alzheimersamtakanna frá Vilborgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra en að henni lokinni var gestum boðið að fá sér kaffi og meðlæti sem allt var heimabakað og gefið samtökunum. Svo tók "stórsveit" Lalla og strákanna við og spiluðu þeir undir söng. Tenglar samtakanna á Akranesi þær Heiðrún og Laufey og aðstoðarfólk þeirra eiga heiður skilinn fyrir flott starf en næsta kaffi er áætlað í næsta mánuði. 

Stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun í augnsýn

12/02/2019

Tilefni er til að fagna frétt frá Heilbrigðisráðuneytinu sem segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi falið Jóni Snædal öldrunarlækni að móta drög að stefnu í málefnum fólks með heilabilun.
Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf þeirra sem veita þessum hópi þjónustu og á samráð við sjúklingahópinn og aðstandendur fólks með heilabilun.

Þjónusta við fólk með heilabilun er mikilvægur og vaxandi þáttur innan heilbrigðiskerfisins og lengi hefur verið kallað eftir því að mótuð verði heildstæð stefna um þjónustu við þennan sjúklingahóps sem fer stækkandi eftir því sem þjóðin eldist. Þá liggur fyrir ályktun Alþingis frá því í maí árið 2017  þar sem heilbrigðisráðherra var falið að ráðast í slíka stefnumótun.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það orðið aðkallandi að draga upp skýra stefnu um heilbrigðisþjónustu við fólk með heilabilun. Teikna þurfi upp hvernig núgildandi þjónustukerfi virkar, hverjar séu helstu brotalamirnar, hvaða breytingar þurfi að gera og hvernig megi stuðla að nýjungum til að bæta þjónustuna. Það sé fyrir hendi mikil þekking, en það þurfi að draga hana saman og setja fram sem stefnu með heildarsýn til lengri tíma litið: „Í stað þess að skipa nefnd eða starfshóp til að vinna þetta verk, ákvað ég að fela það einum manni. Jón Snædal öldrunarlæknir verður nokkurs konar ritstjóri stefnumótunarinnar í krafti þekkingar sinnar og reynslu og ég treysti honum til að leita fanga á breiðu sviði hjá fagfólki sem vel þekkir til og einnig að taka inn í þessa vinnu reynslu og þekkingu sjúklinganna sjálfra en ekki síður aðstandenda fólks með heilabilun.“

Stefnt er að því að drögin liggi fyrir í byrjun júní næstkomandi.

Lesa má fréttina í heild á vef Stjórnarráðsins hér.

25
feb

Fræðslufundur á Akureyri

25/02/2019
kl. 20:00 - 21:30

Staðsetning

Greifinn veitingastaður, Glerárgötu 10, Akureyri

Tími

Kl. 20:00 - 21:30

Stutt lýsing

Alzheimersamtökin verða á Akureyri dagana 25.-28. febrúar næstkomandi. Boðið verður upp á opinn fræðslufund mánudagskvöldið 25.02. í salnum á efri hæð Greifans, Glerárgötu 20. 

Jafnframt verður boðið upp á ráðgjöf fyrir fólk með heilabilun, aðstandendur þeirra og aðra sem telja sig þurfa á stuðningi að halda. Takmarkaður fjöldi tíma er í boði svo hafið samband sem fyrst. Tímabókanir eru í síma 625 8626 eða á netfanginu sirry[a]alzheimer.is

27
feb

Fræðslufundur á Húsavík

27/02/2019
kl. 15:00-16:30

Staðsetning

Salurinn í Hvammi

Tími

Kl. 15:00-16:30

Stutt lýsing

28
feb

Ráðgjöf á Akureyri

28/02/2019
kl. 09:00 - 17:00

Staðsetning

Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26, Akureyri

Tími

Kl. 09:00 - 17:00

Stutt lýsing

Alzheimersamtökin verða á Akureyri dagana 25.-28. febrúar næstkomandi. Boðið verður upp á opinn fræðslufund mánudagskvöldið 25.02. í salnum á efri hæð Greifans, Glerárgötu 20. Jafnframt verður boðið upp á ráðgjöf fyrir fólk með heilabilun, aðstandendur þeirra og aðra sem telja sig þurfa á stuðningi að halda. Takmarkaður fjöldi tíma er í boði svo hafið samband sem fyrst. Tímabókanir eru í síma 625 8626 eða á netfanginu sirry[a]alzheimer.is

28
feb

Alzheimerkaffi í Borgarbyggð

28/02/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsbæ, Borgarbraut 4

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

VEFTRÉ
W:
H: