RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Stuðningsnet sjúklingafélaganna

15/05/2019

Alzheimersamtökin eru aðili að Stuðningsneti sjúklingafélaganna sem býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra.

 

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær, þriðjudaginn 14. maí. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Inntaka nýrra félaga í Stuðningsnetið var staðfest en frá stofnun hafa bæst við tvö félög, Blindrafélagið í febrúar 2018 og Geðhjálp í maí 2019.  16 félög eiga nú aðild að Stuðningsnetinu. Í aðalstjórn voru kosnar; Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Fríða Bragadóttir og Stefanía G. Kristinsdóttir. Í varastjórn voru kosnar: Brynhildur Arthúrsdóttir, Valgerður Hermannsdóttir og Vilborg Jónsdóttir. 

 

Jafnframt var nýr umsjónaraðili Stuðningsnetsins kynntur á fundinum. Stuðningsnetið auglýsti eftir umsóknum í starf umsjónaraðila og Hildur Baldvinsdóttir var ráðin í starfið. Hildur er með BSc í sálfræði og MSc í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Hún býr að reynslu af félags- og sjálfboðaliðastarfi auk starfsreynslu tengda mannauðsmálum og velferðarþjónustu. Hildur hóf störf 15. apríl og er með starfsaðstöðu í SÍBS húsinu Síðumúla 6. Til að hafa samband við hana má senda tölvupóst á netfangið umsjon(hjá)studningsnet.is eða hringja í síma 888-6623. 

 

Alzheimersamtökin hvetja félagsmenn sína til að kynna sér Stuðningsnetið og nýta sér það. Hvort sem þú vilt miðla af reynslu þinni sem stuðningsfulltrúi eða fá stuðning frá einhverjum sem hefur staðið í svipuðum sporum gæti Suðningsnetið hentað þér. 

 

Aðalfundur Alzheimersamtakanna

13/05/2019

Aðalfundur Alzheimersamtakanna var haldinn fimmtudaginn 9. maí sl. Í skýrslu formanns, Árna Sverrissonar kom m.a. fram að eins og stjórn leggur áherslu á hefur fræðslustarf á vegum samtakanna aukist stöðugt en fræðslufundir fara fram um land allt. Þá hefur starf tengla á vegum samtakanna stóraukist en viðburðir á þeirra vegum voru fjölmargir á árinu.

 

Formaður fór yfir aðra þætti í starfseminni s.s. Reykjavíkurmaraþon en þar fjölgaði stórum þeim sem hlupu fyrir samtökin og að sama skapi hækkaði verulega sú upphæð sem safnaðist. Þá sagði formaður frá því að nú hylli undir að farið verði af stað með vinnu við að koma samtökunum í eigin húsnæði en það hefur verið eitt af stóru markmiðum stjórnar undanfarin ár.

 

Framkvæmdastjóri kynnti svo ársreikninga samtakanna og dagþjálfana sem reknar eru á þeirra vegum, Fríðuhúss, Drafnarhúss og Maríuhúss. Skemmst er frá að segja að þar er reksturinn alls staðar réttu megin við núllið og vel haldið á málum. Forstöðumenn húsanna kynntu loks helstu tölur úr starfsemi húsanna.

 

Ný stjórn var kjörinn á fundinum. Formaður er Árni Sverrisson og meðstjórnendur Brynjólfur Bjarnason, Fríða Proppé, Guðbjörg Alfreðsdóttir og ný í stjórn er Ragnheiður Ríkiharðsdóttir. Varamenn voru kjörnir Guðlaug Guðmundsdóttir og Jón Helgason sem einnig er nýr í stjórnarhópnum. Þau Berglind Anna Magnúsdóttir og Guðjón Brjánsson gengu úr stjórn og voru þeim þökkuð þeirra störf.

 

Páskakveðja

17/04/2019

Stjórn og starfsfólk Alzheimersamtakanna senda félagsmönnum og öðrum velunnurum kærar kveðjur og vonar að allir muni njóta páskahelgarinnar. Við minnum jafnframt á viðburðadagatalið okkar á heimasíðunni og aðalfundinn sem haldinn verður 9. maí.

Alzheimersamtökin í Mývatnssveit

11/04/2019

Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi, hóf marsmánuð á því að halda opinn fræðslufund í Mývatnssveit föstudaginn 1. mars. Fundurinn var haldinn á Sel-Hóteli við Mývatn að frumkvæði Félags eldri Mývetninga. 

Fundurinn var þó öllum opinn og gaman að segja frá því að fólk á öllum aldri gerði sér ferð til að hlusta á kynningu á Alzheimersamtökunum og því helsta varðandi málefni fólks með heilabilun um þessar mundir.

Ásdís Illugadóttir formaður Félags eldri Mývetninga setti fundinn og stýrði samsöng. Í Mývatnssveit er mikil sönghefð og sungið á öllum fundum félagsins. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem fræðslufundur Alzheimersamtakanna hefst á söng en ekki úr vegi að gera það að venju. Að erindinu loknu bauð félagið upp á kaffi, te og bakkelsi og líflegar umræður sköpuðust. 

Á meðfylgjandi mynd er hluti af fundargestum úr Félagi eldri Mývetninga ásamt Sirrý. Alzheimersamtökin þakka Mývetningum kærlega fyrir boðið og hlakka til að koma aftur við fyrsta tækifæri.

Í leiðinni viljum við benda á að enginn tengill er starfandi í Mývatnssveit. Ef einhver á svæðinu hefur áhuga á að gerast tengill fyrir Alzheimersamtökin getur sá hinn sami sent tölvupóst á alzheimer(a)alzheimer.is til að fá nánari upplýsingar. 

11
jún

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

11/06/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

13
jún

Alzheimerkaffi á Höfn

13/06/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Ekrusalurinn, Víkurbraut 30

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

25
jún

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

25/06/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
 

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

15
júl

Sumarlokun skrifstofu

15/07/2019
kl. 09:00-16:00

Staðsetning

Hátún 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 09:00-16:00

Stutt lýsing

Skrifstofa Alzheimersamtakanna verður lokuð frá og með

mánudeginum 15. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. 

Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Minningarkort sem pöntuð eru í gegnum heimasíðuna www.alzheimer.is verða afgreidd á meðan á lokun stendur.

VEFTRÉ
W:
H: