RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Öflugt starf framundan

10/01/2019

Starfsemi Alzheimersamtakanna er nú komin á fullt skrið á nýju ári og framundan er annasamur og vonandi skemmtilegur vetur. Dagskráin er að venju fjölbreytt. Fastir liðir eru stuðningshóparnir sem þegar eru teknir til starfa, Alzheimerskaffið og fræðslufundirnir. Þá er búið að bóka margar heimsóknir á landsbyggðinni en fræðsla verður m.a. á Norðausturlandi, Ísafirði, Snæfellsnesi og í Skagafirði og Húnavatnssýslum. 

 

Þá eru tenglarnir okkar margir mjög virkir og er víða fyrirhugað Alzheimerskaffi sem þegar hefur verið auglýst á Akranesi, Seyðisfirði og Borgarnesi, en fleiri staðir eru í undirbúningi. 

 

Sala minningarkorta er drjúgur þáttur í starfseminni og erum við þakklát þeim fjölda sem man eftir okkur á svo viðkvæmu tímum. 

 

Alzheimersamtökin munu áfram sem hingað til, sinna öllum sem til þeirra leita um ráðgjöf. Þá er mikill hugur í stjórn samtakanna sem þessa dagana er að vinna verkefni sem tengjast markmiðum til lengri tíma. 

 

Við hvetjum alla sem geta hugsað sér að leggja okkur lið með einhverjum hætti að láta af sér vita. Líka þá sem vilja bara kynna sér starfsemina að skoða heimasíðuna þar sem finna má aragrúa af fróðleik eða líta við á skrifstofunni. Að lokum minnum við á lengri opnunartíma en skrifstofan er nú opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09.00-16.00. 

 

 

Jólakveðja

21/12/2018

Stjórn og starfsfólk Alzheimersamtakanna senda félögum, skjólstæðingum og öðrum velunnurum hugheilar jóla og nýársóskir. 

Við þökkum samstarf og samskipti á árinu sem er að líða. 

Skrifstofa samtakanna verður lokuð á milli jóla og nýárs en opnar aftur strax á nýju ári. Þá verður sú breyting að opnunartími lengist og verður nú mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09.00-16.00. 

Veglegur styrkur

17/12/2018

Alzheimersamtökun var í dag veittur sérlega veglegur styrkur frá Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar.

Styrkurinn er að upphæð kr. 5.000.000 og er aðstandendum sjóðsins þakkaður af auðmýkt sá velvilji og vinarhugur sem málstað fólks með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendum þeirra er sýndur með þessu framlagi.

Agna og Halldór stofnuðu fyrirtækið Halldór Jónsson hf þann 1. febrúar árið 1955.  Fyrst var starfsemin til húsa að Hafnarstræti 18, en fluttist síðar inní Dugguvog og frá árinu 1988 hefur starfsemi fyrirtækisins verið að skútuvogi 11. Þau stofnuðu einnig fyrirtækið Lystadún árið 1961 og var það rekið sem dótturfélag Halldórs Jónssonar í um 40 ár eða þangað til það var selt árið 2001.  

Eftir fráfall Halldórs hélt Agna ótrauð áfram og árið 1982 stofnaði hún Líknarsjóð Ögnu og Halldórs Jónssonar sem skyldi taka til starfa að henni látinni og ánafnaði hún sjóðnum allar eigur sínar.  Hlutverk sjóðsins er að styrkja hvers konar líknarstarfsemi á Íslandi. Stjórn sjóðsins skipa Kristján S. Sigmundsson, formaður,  Guðrún Herdís Guðlaugsdóttir og Jón Grímsson en þau komu öll og færðu okkur styrkinn formlega í húsnæði félagsins. 

Vel mætt á Jóla - Alzheimerkaffi

12/12/2018

Hátt í 40 manns sóttu Jóla - Alzheimerkaffi í Hæðargarði þann 6. desember s.l. þar sem Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir talaði af mikilli næmni og einlægni um reynslu sína sem aðstandandi, en faðir hennar Sr. Bolli Gústafsson, vígslubiskup var með heilabilunarsjúkdóm.

Þó svo húmor og hlátur sé aldrei lang undan þegar Sr. Jóna Hrönn á í hlut náði mál hennar inn að innstu hjartarótum svo blikuðu tár á ófáum hvörmum að lokum. Áheyrendur allir þakka henni innilega fyrir komuna í Alzheimerkaffið.

Veitingar voru að vanda glæsilegar; brauð, smákökur og lagtertur frá Mosfellsbakaríi og himnesk daimterta frá Bakarameistaranum.

Að lokum voru sungin jólalög af miklum móð. Þetta var góð samverustund og skemmtileg. 
Nú mega jólin koma.
Næsta Alzheimerkaffi verður 7. febrúar á nýju ári.

05
feb

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

05/02/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

07
feb

Alzheimerkaffi í Reykjavík

07/02/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31, 108 Reykjavík

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Spjall, fræðsla og söngur.
Kaffi og meðlæti.

Aðgangseyrir kr. 500.-

Allir velkomnir.
 

07
feb

Alzheimerkaffi í Borgarbyggð

07/02/2019
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsbæ, Borgarbraut 4

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Spjall, fræðsla og söngur.
Kaffi og meðlæti.

Aðgangseyrir kr. 500.-

Allir velkomnir.

12
feb

Fræðslufundur í Reykjavík

12/02/2019
kl. 16:30 - 17: 30

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 17: 30

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur í Hásal, Hátúni 10. 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. 

Erfðaréttur og erfðalög. Hverju þarf að huga að?

Katla Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna.

VEFTRÉ
W:
H: