RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

10 ára afmæli Maríuhúss

18/09/2018

Maríuhús, sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma, á 10 ára afmæli á morgun miðvikudag. Að því tilefni er öllum boðið að koma á opið hús sem hefst kl. 16.00. Þar verða flutt ávörp og boðið upp á skemmtiatriði og veitingar. 

Alzheimerdagurinn 21.09.18.

17/09/2018

Stuðningshópar fyrir aðstandendur

03/09/2018

 

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun byrja aftur eftir sumarfrí nú í september. Fyrsti er á morgunkl.13:30 í Hátúni 10. Allir aðstandendur velkomnir. Umsjón: Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi. 

Takk!

22/08/2018

VIÐ ERUM ORÐLAUS!!


TAKK allir fyrir frábæran dag á laugardaginn.

 

Það er ekki hægt að koma í orð hversu stolt og þakklát við erum af ykkur öllum!

 

Í ár hlupu 330 manns fyrir samtökin og saman söfnuðu þau rúmum 8 milljónum 

 

Til samanburðar þá söfnuðu 214 hlauparar rúmum 4 milljónum í fyrra sem var líka rosalegt. Þið eruð hetjur!!!

 

Við vonumst til að sjá sem flesta á uppskeruhátíðinni á fimmtudaginn, 23.ágúst kl 18:30 í Hásalnum og Portinu í Hátúni 10.

 

PS. ef þið eigið einhverjar myndir frá laugardeginum þá má endilega senda okkur myndir í gegnum facebook eða á alzheimer@alzheimer.is

21
sep

Alzheimerdagurinn 2018

21/09/2018
kl. 17:00

Staðsetning

Grand Hótel Reykjavík

Tími

Kl. 17:00

Stutt lýsing

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er 21. september ár hvert. 

 

 

24
sep

Alzheimerkaffi á Höfn

24/09/2018
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

í Ekrusalnum, Víkurbraut 30 á Höfn í Hornafirði

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Fyrsta Alzheimerkaffi vetrarins á Höfn í Hornafirði. 

Tenglar Alzheimersamtakanna á Höfn eru þær Þorbjörg Helgadóttir félagsliði & Arna Ósk Harðardóttir aðstandandi eru ábyrgðarmenn starfseminnar á svæðinu. 

 

Líney Úlfarsdóttir öldrunarsálfræðingur verður gestur á fyrsta Alzheimer kaffi vetrarins á Höfn og mun hún fjalla um geðheilbrigði eldra fólks almennt. Líney er sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða í Reykjavík og hefur langa reynslu af því að starfa með eldra fólki og fólki með heilabilun. 

Minnt er á að eins og venjulega verður 500 kr kaffigjald og allir eru velkomnir. 

 

27
sep

Austurland: Grunnnámskeið um heilabilun

27/09/2018
kl. 09:00 - 17:00

Staðsetning

Heilsugæslan Egilsstöðum

Tími

Kl. 09:00 - 17:00

Stutt lýsing

Grunnnnámskeið Alzheimersamtakanna um heilabilun verður haldið á Egilsstöðum fimmtudaginn 27. september n.k. á Heilsugæslunni á Egilsstöðum. 

Þátttökugjald er 20.000 kr.- á mann og greiðist við skráningu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 og skráningarfrestur til 5. september. 

Allir fá viðukenningarskjal sem staðfestir þátttöku. 
Lokað verður fyrir skráningu þegar hámarksfjölda er náð. 

Námskeiðslýsing: 
-Líffræði heilabilunarsjúkdóma, greining og meðferð.
-Einstaklingsmiðuð umönnun PCC (Person Centered Care)
-Að hámarka vellíðan hjá fólki með heilabilun / Lífsgæði fólks með heilabilun
-Samskipti og heilabilun / Fjölskyldukerfið
-Heilabilunarráðgjöf og samfélagið DFC (Dementia Friendly Communities)

Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum netverslun: smellið hér. 

 

02
okt

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

02/10/2018
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

VEFTRÉ
W:
H: