RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Munum þá sem gleyma 

25/02/2020

Munum þá sem gleyma 
B-liði kvenna í körfubolta í Grindavík klæðist bolum Alzheimersamtakanna fyrir hvern leik í upphitun og á varamannabekknum. Flottur hópur körfuboltasnillinga og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Heilabilunareining Landspítalans á Landakoti

24/02/2020

Atferlistruflanir hjá einstaklingum með heilabilun.

Félagsmönnum og öðrum sem láta sig málið varða er bent á áhugavert námskeið á vegum Minnismóttökunnar á Landakoti 18. og 19. mars nk. Síðasti skráningardagur er 16. mars og hægt er að skrá sig hér.

Perla, nýjasta lag Guðmundar R. Gíslasonar

24/02/2020

„Hvar ertu núna á fallegum stað, fjöllin og fjörðurinn vitna um það“
Perla heitir nýjasta lag Guðmundar Rafnkells Gíslasonar af plötunni Sameinaðar sálir. Lagið fjallar um Alzheimer og textinn er byggður á eigin reynslu Guðmundar og vina hans. Bubbi Morthens syngur lagið ásamt Guðmundi. Raddir aðstandenda eru mikilvægar fyrir fólk með heilabilun og við óskum Guðmundi til hamingju með Perluna.
Hægt er að hlusta á lagið á Spotify hér.

 

Athyglisverðar fréttir frá Alzheimer Europe

20/02/2020

Þrátt fyrir verulega minnkun á algengi heilbilunar er áætlað að fjöldi fólks með heilabilun muni hafa tvöfaldast árið 2050 samkvæmt nýrri skýrslu Alzheimer Europe.

 

Alzheimer Europe hefur gefið út nýja skýrslu þar sem kynntar voru niðurstöður greininga í nýjum faraldsfræðilegum rannsóknum um tíðni heilabilunar í Evrópu.

 

Undanfarna þrjá áratugi hefur verið unnið að fjölda rannsókna til að geta sagt fyrir um algengi heilabilunar í Evrópu,  þar á meðal:

• EURODEM rannsókn sem unnin var snemma á níunda áratugnum (uppfærð árið 2000)

• Verkefni Alzheimer Europe - Evrópusamstarf um heilabilun - EuroCoDe (2006-2008)

• ALCOVE, fyrsta sameiginlega aðgerðarðáætlun ESB um heilabilun (2011-2013).

 

Þar sem nýjasta rannsóknin er sex ára gömul, sá Alzheimer Europe hversu mikilvægt það væri að framkvæma nýtt mat á algengi heilabilunar, með því að nota nýjustu rannsóknir.

 

Niðurstöðurnar sem kynntar eru hér eru byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum um sem spá fyrir um líkur á algengi heilabilunar og gefnar voru út eftir að niðurstaða EuroCoDe verkefnisins lá fyrir.

Helstu niðurstöður sem fram koma í  nýju Alzheimer Europe skýrslunni eru:

  1. Hjá körlum hefur dregið verulega úr algengi heilabilunar í öllum aldurshópum undanfarin tíu ár miðað við EuroCoDe áætlanir Alzheimer Europe 2008.
  2. Hjá konum hefur dregið úr algengi heilabilunar nema í aldurshópnum, milli 75 og 79 ára.
  3. Áætlað er að færra fólk lifir með heilabilun í Evrópusambandsríkjum nú en gert var ráð fyrir í eldri spám. Gert er ráð fyrir að mun fleiri konur en karlar í Evrópu séu nú greindar með heilabilunarsjúkdóma.
  4. Fjöldi fólks með heilabilun í Evrópu mun næstum tvöfaldast til ársins 2050. Í ársskýrslu Alzheimer Europe er reyndar bent á  verulegar takmarkanir í fyrirliggjandi rannsóknum en það vantar t.d. rannsóknir um algengi yngra fólks (yngri en 65 ára) með heilabilun og algengi mismunandi tegunda heilabilunarsjúkdóma, svo eitthvað sé nefnt.

Í athugasemd við niðurstöðurnar sagði Jean Georges, framkvæmdastjóri Alzheimer Europe:

 

„Það er jákvætt að sjá að heilbrigðari lífshættir, betri menntun og bætt stjórnun á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma virðast hafa stuðlað að því að draga úr algengi heilabilunar. Skýrsla okkar sýnir hins vegar einnig að fjöldi fólks sem býr við ástandið mun aukast verulega á komandi árum sem mun aðeins setja meiri þrýsting á umönnunar- og stoðþjónustu, nema betri leiðir til að meðhöndla og koma í veg fyrir að einkenni heilabilunar komi fram. Ef fólk með heilabilunarsjúkdóma, fjölskyldur þeirra og umönnunaraðilar eiga að fá þá vönduðu og persónulegu umönnun sem þeir þurfa, verða stjórnvöld að tryggja að heilbrigðiskerfið verði reiðubúið til að mæta þessari eftirspurn og að meira verði fjárfest í rannsóknum á meðferð og forvörnum við heilabilun. “

03
mar

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

03/03/2020
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

04
mar

Stuðningshópur fyrir yngri afkomendur

04/03/2020
kl. 16:30

Staðsetning

Fundarherbergi Setursins Hátúni 10

Tími

Kl. 16:30

Stutt lýsing

Nýr stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.    

05
mar

Alzheimerkaffi í Reykjavík

05/03/2020
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Góð slökun og öndunaræfingar auka blóðflæði líkamans, bæta svefn, losa um kvíða og depurð og koma í veg fyrir bólgur í líkamanum. 
Í erindinu kynnir Gunnhildur Heiða einfaldar leiðir til að dýpka öndun, vekja upp jákvæðar minningar og bæta svefninn.

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra.
Dagskrá: Spjall - Fræðsla - Kaffi - Söngur með undirleik

09
mar

Alzheimerkaffi á Selfossi

09/03/2020
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Grænumörk 5

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

VEFTRÉ
W:
H: