Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en eiga það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu. Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla.
Fræðslufundur Alzheimersamtakanna verður haldinn þriðjudaginn 9.mars kl. 16:30, sjá viðburð á Facebook hér.
Berglind Magnúsdóttur skrifstofustjóri öldrunarmála velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fræðir um þá þjónustu sem er á vegum Reykjavíkurborgar fyrir fólk með heilabilun. Fræðslufundur verður rafrænn og í beinu streymi. Hægt er að spyrja fyrirlesara spurninga í lok fyrirlesturs. Einnig verða upptökur af fyrirlestri aðgengilegar eftir streymið. Við hvetjum ykkur til að taka virkan þátt í fyrirlestrinum og munum að okkar þátttaka skiptir máli!
Vilt þú taka þátt í uppbyggingu á nýrri þjónustumiðstöð fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra? Leggðu okkur lið á www.styrkja.is/alzheimer/ Þín þátttaka skiptir máli!
Með hjálp Oddfellowreglunni á Íslandi er hafinn undirbúningur og framkvæmdir í St.Jó í Hafnarfirði. Enn hefu rekki fengist vilyrði fyrir rekstrarstyrkjum frá ríkinu. Stefnum á opnun haustið 2021.
Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun. Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
Ekki þarf að skrá sig. Allir velkomnir.
Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun. Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
Ekki þarf að skrá sig. Allir velkomnir.
Stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.
Vinsamlegast senda tölvupóst til vilborg@alzheimer.is til að skrá sig.