RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Mikið fjör á Alzheimerkaffi á Akranesi

15/02/2019

Fullt var út úr dyrum á Alzheimerkaffi sem haldið var í hátíðarsal Höfða á Akranesi í vikunni. Dagskráin hófst á kynningu á starfsemi Alzheimersamtakanna frá Vilborgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra en að henni lokinni var gestum boðið að fá sér kaffi og meðlæti sem allt var heimabakað og gefið samtökunum. Svo tók "stórsveit" Lalla og strákanna við og spiluðu þeir undir söng. Tenglar samtakanna á Akranesi þær Heiðrún og Laufey og aðstoðarfólk þeirra eiga heiður skilinn fyrir flott starf en næsta kaffi er áætlað í næsta mánuði. 

Stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun í augnsýn

12/02/2019

Tilefni er til að fagna frétt frá Heilbrigðisráðuneytinu sem segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi falið Jóni Snædal öldrunarlækni að móta drög að stefnu í málefnum fólks með heilabilun.
Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf þeirra sem veita þessum hópi þjónustu og á samráð við sjúklingahópinn og aðstandendur fólks með heilabilun.

Þjónusta við fólk með heilabilun er mikilvægur og vaxandi þáttur innan heilbrigðiskerfisins og lengi hefur verið kallað eftir því að mótuð verði heildstæð stefna um þjónustu við þennan sjúklingahóps sem fer stækkandi eftir því sem þjóðin eldist. Þá liggur fyrir ályktun Alþingis frá því í maí árið 2017  þar sem heilbrigðisráðherra var falið að ráðast í slíka stefnumótun.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það orðið aðkallandi að draga upp skýra stefnu um heilbrigðisþjónustu við fólk með heilabilun. Teikna þurfi upp hvernig núgildandi þjónustukerfi virkar, hverjar séu helstu brotalamirnar, hvaða breytingar þurfi að gera og hvernig megi stuðla að nýjungum til að bæta þjónustuna. Það sé fyrir hendi mikil þekking, en það þurfi að draga hana saman og setja fram sem stefnu með heildarsýn til lengri tíma litið: „Í stað þess að skipa nefnd eða starfshóp til að vinna þetta verk, ákvað ég að fela það einum manni. Jón Snædal öldrunarlæknir verður nokkurs konar ritstjóri stefnumótunarinnar í krafti þekkingar sinnar og reynslu og ég treysti honum til að leita fanga á breiðu sviði hjá fagfólki sem vel þekkir til og einnig að taka inn í þessa vinnu reynslu og þekkingu sjúklinganna sjálfra en ekki síður aðstandenda fólks með heilabilun.“

Stefnt er að því að drögin liggi fyrir í byrjun júní næstkomandi.

Lesa má fréttina í heild á vef Stjórnarráðsins hér.

Fjölsótt Alzheimerkaffi í Hæðargarði

11/02/2019

Fyrsta Alzheimerkaffi ársins í Reykjavík fór afar vel af stað. Forsetafrúin Eliza Reid ræddi þar um hlutverk sitt sem verndara Alheimersamtakanna og sýndi síðan velvilja sinn í verki með því að fá sér kaffi og ræða við gestina sem sóttu viðburðinn. Yfir 50 manns sóttu Alzheimerkaffið að þessu sinni. Samtökin eiga góðan málsvara í frú Elizu Reid sem heillaði alla viðstadda með nærveru sinni. Að endingu var samsöngur og notast við söngbókina Rósina sem samtökin fengu nýlega að gjöf frá Páli Sveinssyni og Kiwanishreyfingunni. Forsetafrúin tók að sjálfsögðu þátt í söngnum.

„Eins og tif­andi tímasprengja“

04/02/2019

Morgunblaðið fjallar um málefni fólks með heilabilun í blaðinu í dag: 

 

Vil­borg Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Alzheimer­sam­tak­anna, lýs­ir yfir áhyggj­um af skorti á úrræðum fyr­ir fólk með heila­bil­un. Hún lík­ir stöðu mála við „tif­andi tímasprengju“.

 

Til­efni áhyggja henn­ar er höfn­un heil­brigðisráðuneyt­is­ins á áætl­un bæj­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarðar um að fjölga dval­ar­rým­um fyr­ir fólk með heila­bil­un. Vegna langra biðlista eft­ir dagdval­ar­rými fyr­ir heila­bilaða hafði bæj­ar­stjórn­in unnið þver­póli­tískt að því að fjölga dval­ar­rým­um í Drafnar­húsi. Heil­brigðisráðuneytið neitaði hins veg­ar að samþykkja áætl­un­ina þar sem ekki var gert ráð fyr­ir henni í fjár­lög­um.

Valdi­mar Viðars­son, formaður fjöl­skylduráðs Hafn­ar­fjarðarbæj­ar, seg­ir ákvörðun ráðuneyt­is­ins veru­leg von­brigði og seg­ist ætla að senda nýja um­sókn um samþykkt aðgerðanna strax og kost­ur gef­ist.

 

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Vil­borg, að umönn­un fólks með heila­bil­un á Íslandi sé þegar ábóta­vant miðað við það sem er í ná­granna­lönd­un­um. Þá sé von á að með hækk­andi meðal­aldri muni heila­bil­un­ar­sjúk­ling­um fjölga á næstu árum. Íslenska heil­brigðis­kerfið sé alls óviðbúið því að tak­ast á við slíka þróun.

 

Smellið hér til að lesa fréttina á mbl.is 

19
feb

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

19/02/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

19
feb

Alzheimerkaffi í Vestmannaeyjum

19/02/2019
kl. 17:00

Staðsetning

í Kviku við Heiðarveg, 3. hæð

Tími

Kl. 17:00

Stutt lýsing

Mánaðarlegt Alzheimerkaffi í Vestmannaeyjum. 

Fræðsla, tónlist, kaffi og kökur. Allir velkomnir. Kaffigjald 500 kr. 

25
feb

Fræðslufundur á Akureyri

25/02/2019
kl. 20:00 - 21:30

Staðsetning

Greifinn veitingastaður, Glerárgötu 10, Akureyri

Tími

Kl. 20:00 - 21:30

Stutt lýsing

Alzheimersamtökin verða á Akureyri dagana 25.-28. febrúar næstkomandi. Boðið verður upp á opinn fræðslufund mánudagskvöldið 25.02. í salnum á efri hæð Greifans, Glerárgötu 20. 

Jafnframt verður boðið upp á ráðgjöf fyrir fólk með heilabilun, aðstandendur þeirra og aðra sem telja sig þurfa á stuðningi að halda. Takmarkaður fjöldi tíma er í boði svo hafið samband sem fyrst. Tímabókanir eru í síma 625 8626 eða á netfanginu sirry[a]alzheimer.is

27
feb

Fræðslufundur á Húsavík

27/02/2019
kl. 15:00-16:30

Staðsetning

Salurinn í Hvammi

Tími

Kl. 15:00-16:30

Stutt lýsing

VEFTRÉ
W:
H: