RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Hvunndagshetjur á RÚV

14/01/2022

Tónlist er mikilvæg fyrir fólk með heilabilun sem veitir gleði og vellíðan. Stefán Helgi Stefánsson og Margrét Sesselja Magnúsdóttir starfa saman í dúóinu Elligleðinni. Elligleðin er starfsemi sem hefur árum saman farið í skipulagðar heimsóknir til fólks með heilabilun með söng og gleði, allt unnið í sjálfboðaliðastarfi. Í sjónvarpsþættinum Hvunndagshetjur sem er sýndur á RÚV er viðtal við Stefán Helga og Margréti Sesselju. Þátturinn var sýndur á RÚV 9.janúar og má sjá í fullri lengd á vef RÚV hér.

Upptökur af síðasta fræðslufundi

13/01/2022

Fyrsti fræðslufundur ársins var haldinn í beinu streymi, þriðjudaginn 11. janúar og þar sem ný þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna kynnt. Hér er upptaka af fræðslufundinum og er aðgengileg öllum sem vilja fræðast um þessa nýju starfsemi. Ef einhverjar fyrirspurnir eru um þjónustuna þá endilega sendið póst á seiglan@alzheimer.is.

Kynning á miðstöðinni var í umsjón Vilborgar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna og Hörpu Björgvinsdóttur, verkefnastjóra Seiglunnar.

Hægt er að horfa á fræðslufundinn hér 11.janúar Fræðslufundur

Listir og menning, hugarefling við Alzheimers-sjúkdómnum

11/01/2022

Námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, sem er öllum opið en höfðar sérstaklega til fagfólks á sviði heilbrigðis, lista og félagsvísinda. Aðstandendur einstaklinga með Alzheimersjúkdóminn eru líka velkomin. Kennsla er í umsjón Halldóru Arnardóttur, Ph.D.listfræðingur og meðstjórnandi verkefnisins Listir og menning sem meðferð. Undanfarin ár hefur hún sett upp sérsniðnar dagskrár fyrir einstaklinga með Alzheimers-sjúkdóminn í lista- og menningartengdum söfnum á Íslandi, unnið við sýningarstjórn og skrifað bækur um hönnun og arkitektúr.

Á námskeiðinu verður fjallað um Alzheimers-sjúkdóminn, aðferðir kenndar og dæmi skoðuð þar sem listir og menning hafa eflt hugann og aukið lífsgæði Alzheimers-sjúklinga, auk þess að stuðla að auknum skilningi í samfélaginu.

Einnig verður fjallað um listir og menningu í samhengi við Alzheimers-sjúkdóminn. Kenndar verða aðferðir hugareflinga og nálganir til að auka lífsgæði og félagsleg samskipti út frá myndlist, bókmenntum, leikrænni tjáningu og kökugerð. Þegar er sannað að listir geta hjálpað fólki að finna sig í þjóðfélaginu og öðlast aukið öryggi í samfélagi við aðra. Eitt eðli lista er að hreyfa við tilfinningum manneskjunnar og örva hugmyndaflugið. Því verður fjallað um Alzheimers-sjúkdóminn út frá tilfinningaminni og lífssögu skjólstæðingsins.

Námskeiðið er haldið 25.-26.janúar frá kl. 13-16 og fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.

Sjá nánar um námskeið hér: Endurmenntun

Fyrsti fræðslufundur ársins 2022

10/01/2022

Fyrsti fræðslufundur ársins er, þriðjudaginn 11.janúar kl. 16:30. Athugið að fundurinn verður aðeins með rafrænum hætti og ekki hægt að vera í salnum vegna aðstæðna í samfélaginu.

Hægt er horfa á streymi www.sonik.is/alzheimer, upptökur verða einnig aðgengilegar eftir streymið. Endilega dreifið í ykkar nærumhverfi.

19
jan

Stuðningshópur fyrir yngri afkomendur

19/01/2022
kl. 16:30-18:00

Staðsetning

Lífsgæðasetrið St. Jó, (3. hæð) Suðurgötu 41, Hafnarfirði

Tími

Kl. 16:30-18:00

Stutt lýsing

Stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

 

Skráning nauðsynleg.

Til að bóka sig sendið tölvupóst til brynhildur@alzheimer.is

 

 

 

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslu. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

02
feb

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

02/02/2022
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Lífsgæðasetrið St. Jó, (3. hæð) Suðurgötu 41, Hafnarfirði

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en eiga það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

 

Skráning nauðsynleg.

Til að bóka sig sendið tölvupóst til brynhildur@alzheimer.is

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslu. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

09
feb

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

09/02/2022
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Lífsgæðasetrið St. Jó, (3. hæð) Suðurgötu 41, Hafnarfirði

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun. Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

 

Skráning nauðsynleg.

Til að bóka sig sendið tölvupóst til brynhildur@alzheimer.is

 

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

 

16
feb

Stuðningshópur fyrir yngri afkomendur

16/02/2022
kl. 16:30-18:00

Staðsetning

Lífsgæðasetrið St. Jó, (3. hæð) Suðurgötu 41, Hafnarfirði

Tími

Kl. 16:30-18:00

Stutt lýsing

Stuðningshópur ætlaður yngri afkomendum fólks með heilabilunarsjúkdóma.

 

Skráning nauðsynleg.

Til að bóka sig sendið tölvupóst til brynhildur@alzheimer.is

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslu. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

 

VEFTRÉ
W:
H: