RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Um­ræðan er orðin meiri og fólk er orðið upp­lýstara

20/08/2019

Flott viðtal í Fréttablaðinu við Berlindi Önnu Magnúsdóttur sem hleypur til styrktar Alzheimersamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu 2019. Hún hefur hlaupið fyrir samtökin frá því móðir hennar greindist með sjúkdóminn aðeins 51 árs gömul. Einnig hleypur hún í minningu föður síns. 

https://www.frettabladid.is/lifid/hleypur-fyrir-foreldra-sina-hofum-hlaupid-sidan-hun-greindist/

 

 

 

Upplýsingar varðandi hlaupadaginn 24.ágúst 2019

19/08/2019

Hvatningarstöð Alzheimersamtakanna verður á horni Eiðsgranda og Grandavegar. Allir velkomnir!
Hér eru tímasetningar varðandi hlaupið með fyrirvara um breytingar. Fylgist vel með á www.rmi.is og www.hlaupastyrkur.is

Gleymum ekki gleðinni - Hlaupahópur

19/08/2019

Hlaupahópurinn "Gleymum ekki gleðinni" hleypur til styrktar Alzheimersamtökunum þriðja árið í röð. Hópurinn var stofnaður eftir að Stefán Hrafnkelsson greindist með Alzheimersjúkdóminn, þá 58 ára gamall og hefur fjölskylda og vinir hlaupið saman síðastliðin ár. Sérstök deild var stofnuð innan Alzheimersamtakanna fyrir unga einstaklinga með Alzheimer og aðstandendur þeirra. Hópurinn hefur hist reglulega og haft mikinn stuðning hvert af öðru. Það er dýrmætt að kynnast fólki í sömu aðstæðum og í ár fagnar þessi hópur með því að bætast í hlaupahópinn "Gleymum ekki gleðinni", en það eru auk Stefáns, Ellý, Jónas, Steinþór, Gunnlaugur, Eiríkur og fjölskyldur og vinir þeirra. Áhersla hópsins er að þó svo minnið láti undan síga er mikilvægt að gleyma ekki gleðinni. Við hvetjum alla sem eiga tök á að styrkja hópinn og þetta flotta málefni.

Hlaupari í Reykjavíkurmaraþoninu - Ellý Katrín

19/08/2019

Ellý Katrín J Guðmundsdóttir ætlar að hlaupa 10 km til styrktar Alzheimersamtökunum.

"Eins og þið vitið greindist ég með Alzheimer sjúkdóm fyrir rúmum tveimur árum. Ég hef notið góðs af starfi Alzheimer samtakanna og vil styrkja þau með hlaupi mínu. Ég er í hópi sem nefnist "Gleymum ekki gleðinni" en þar eru ungir einstaklingar sem hafa greinst með þennan sjúkdóm og vinir og aðstandendur þeirra."

Við óskum Ellý góðs gengis í hlaupinu og þökkum henni kærlega fyrir stuðninginn!

20
ágú

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

20/08/2019
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Fundarsalur Setursins, Hátúni 10

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
 

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

21
ágú

Móttaka fyrir hlaupara

21/08/2019
kl. 16:30-18:30

Staðsetning

Setrið, Hátún 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30-18:30

Stutt lýsing

 Á hverju ári bjóða Alzheimersamtökin þeim sem ætla að hlaupa til góðs fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til hvatningarhátíðar í vikunni fyrir hlaupið.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga til að líta við, hvort sem fólk ætlar að hlaupa, hvetja eða heita á. Það er hægt að taka þátt í hlaupinu á ýmsan hátt, það þurfa ekki allir að hlaupa :) 

Stutt kynning verður á starfsemi samtakanna og hvernig þeirri upphæð sem safnaðist síðast hefur verið varið. Jafnframt kemur Óskar Örn Árnason sem er reyndur hlaupari og gefur ráð varðandi æfingar og næringu í undirbúningi fyrir hlaupin.

Hlökkum til að sjá ykkur! 

22
ágú

Alzheimersamtökin á Fit & Run Expo 2019

22/08/2019
kl. 15:00-20:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 15:00-20:00

Stutt lýsing

Kíktu við á básnum okkar á Fit & Run Expo 2019 um leið og þú sækir hlaupagögnin þín fyrir stóra daginn.

Við verðum á svæðinu allan tímann báða dagana. 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem hlaupið er haldið.
Alzheimersamtökin er eitt af félögunum sem hægt er að hlaupa til góðs fyrir í Reykjavíkurmaraþoni og nú viljum við enn á ný hvetja alla velunnara samtakanna til að taka á rás og hlaupa til stuðnings fólki með heilabilun.

Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.
Þeir sem ekki hlaupa geta lagt sitt af mörkum á áheitavefnum hlaupastyrkur.is​ og þannig styrkt starf samtakanna.

23
ágú

Alzheimersamtökin á Fit & Run Expo 2019

23/08/2019
kl. 14:00-19:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 14:00-19:00

Stutt lýsing

Kíktu við á básnum okkar á Fit & Run Expo 2019 um leið og þú sækir hlaupagögnin þín fyrir stóra daginn. Við verðum á svæðinu allan tímann báða dagana. 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram þann 24. ágúst og verður þetta í þrítugasta og sjötta sinn sem hlaupið er haldið.
Alzheimersamtökin er eitt af félögunum sem hægt er að hlaupa til góðs fyrir í Reykjavíkurmaraþoni og nú viljum við enn á ný hvetja alla velunnara samtakanna til að taka á rás og hlaupa til stuðnings fólki með heilabilun.

Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.
Þeir sem ekki hlaupa geta lagt sitt af mörkum á áheitavefnum hlaupastyrkur.is​ og þannig styrkt starf samtakanna.

VEFTRÉ
W:
H: