RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Alzheimerkaffi á Höfn

25/09/2018

24. september var Alzheimerkaffi hjá okkur í Hornafirði. Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða hjá Reykjavíkurborg hélt góðan fyrirlestur um geðheilbrigði aldraðra.

 

Kaffið var vel sótt, um 30 mans mættu og er það ágætis aðsókn að mínu mati þó ég hefði viljað sjá meira af miðaldra einstaklingum því það á víst fyrir okkur öllum að liggja að eldast og það skiptir miklu máli að gera það vel. Þetta er einn sá þáttur sem við sjálf getum unnið vel að ef við viljum.

 

Kaffi, kleinur og konfekt rann ljúflega niður og samsöngur og harmonikkuspil gladdi allavega mitt hjarta og vonandi fleiri sem þarna voru. Ég þakka öllum innilega fyrir komuna.

 

Þorbjörg Helgadóttir,

félagsliði og tengill Alzheimersamtakanna á Höfn.

Frábær aðsókn á málþing

24/09/2018

Húsfyllir var á málstofu Alzheimersamtakanna á Gran Hótel sl. föstudag 21. september á Alþjóðlega Alzheimerdaginn. Reikna má með að um 300 manns hafi sótt málstofuna.

 

Forseti Íslands, hr Guðni Th. Jóhannesson setti málstofuna en Felix Bergsson sá um fundarstjórn. Góður rómur var gerður að fyrirlestrum þeirra Helgu Eyjólfsdóttur öldrunarlæknis, Guðnýjar Valgeirsdóttur og Guðlaugar Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðinga og Margrétar Albersdóttur félagsráðgjafa en allar starfa þær á Landakoti. Í lok dags flutti Sigrún Waage leikkona svo brot úr leikritinu "Ég heiti Guðrún" sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í næsta mánuði.

 

Þá var líka  mjög vel mætt á fundi tengla samtakanna á landsbyggðinni sem enduðu daginn á að fylgjast með málstofunni.

Starfsmenn og stjórn samtakanna eru himinlifandi með daginn og þakka öllum þeim sem mættu og/eða lögðu okkur lið.

10 ára afmæli Maríuhúss

18/09/2018

Maríuhús, sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma, á 10 ára afmæli á morgun miðvikudag. Að því tilefni er öllum boðið að koma á opið hús sem hefst kl. 16.00. Þar verða flutt ávörp og boðið upp á skemmtiatriði og veitingar. 

Alzheimerdagurinn 21.09.18.

17/09/2018
02
okt

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

02/10/2018
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

04
okt

Alzheimerkaffi í Reykjavík

04/10/2018
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31, 108 Reykjavík

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Spjall, fræðsla og söngur.
Kaffi og meðlæti.

Aðgangseyrir kr. 500.-

Allir velkomnir.

09
okt

Fræðslufundur í Reykjavík

09/10/2018
kl. 16:30 - 17: 30

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 17: 30

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur í Hásal, Hátúni 10. 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. 

Erindi flytur Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir.

16
okt

Stuðningshópur fyrir aðstandendur

16/10/2018
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
 

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

VEFTRÉ
W:
H: