Fjármögnun

Fjármögnun félagsins byggist á félagsgjöldum, minningargjöfum og styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum. Jafnframt reka alzheimersamtökin þrjár sérhæfðar dagþjálfanir og þjónustumiðstöð sem má lesa um hér að neðan. Opnir fræðslufundir eru yfir vetrarmánuðina og eru þeir auglýstir undir viðburðum og á samfélagsmiðlum. Einnig höldum við mánaðarlega Alzheimerkaffi. Félagsmenn og aðrir sem hafa skráð sig á póstlista fá jafnframt senda áminningu í tölvupósti um viðburði félagsins. Viltu aðstoða? Hægt er að stykja samtökin með hlekknum hér að neðan.

Um Alzheimersamtökin

Yfirlýst markmið Alzheimersamtakanna er að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja.

Þjónustumiðstöðin Seiglan

Seiglan er fyrsta úrræði eftir greiningu heilabilunar og er ætluð fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm sem enn er á stigi vægrar vitrænnar skerðingar og aðstandendum þeirra, frá greiningu sjúkdómsins og þar til þörf er á sérhæfðri dagþjálfun eða öðru úrræði.

Sérhæfðar dagþjálfanir

Félagið rekur sérhæfðar dagþjálfunir í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm; Fríðuhús, Maríuhús og Drafnarhús. Þessar einingar eru reknar með sama markmiði, að gera einstaklingum með heilabilun kleift að búa sem lengst heima og viðhalda sjálfsbjargargetu eftir föngum. Þjónusta er sniðin að þörfum, áhuga og getu hvers einstaklings. Sveigjanleiki er lykilhugtak í þjónustunni. Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um allar dagþjálfanir.

Fríðuhús

Fríðuhús

Flókagötu 53, 105 Reykjavík

533 1084

friduhus@alzheimer.is

Maríuhús

Maríuhús

Blesugróf 27

534 7100

mariuhus@alzheimer.is

Drafnarhús

Drafnarhús

Strandgötu 75 í Hafnarfirði

534 1080

drafnarhus@alzheimer.is

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?