Fjármögnun
Fjármögnun félagsins byggist á félagsgjöldum, minningargjöfum og styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum. Jafnframt reka alzheimersamtökin þrjár sérhæfðar dagþjálfanir og þjónustumiðstöð sem má lesa um hér að neðan. Opnir fræðslufundir eru yfir vetrarmánuðina og eru þeir auglýstir undir viðburðum og á samfélagsmiðlum. Einnig höldum við mánaðarlega Alzheimerkaffi. Félagsmenn og aðrir sem hafa skráð sig á póstlista fá jafnframt senda áminningu í tölvupósti um viðburði félagsins. Viltu aðstoða? Hægt er að stykja samtökin með hlekknum hér að neðan.