Maríuhús

Maríuhús tók til starfa 1. október 2008. Rekstraraðili er Alzheimersamtökin í samvinnu við Reykjavíkurborg sem leggur til húsnæði.  Það er opið alla virka daga frá 8:00 – 16:00. Maríuhús er ætlað fyrir einstaklinga með heilabilun og er með leyfi fyrir 22 skjólstæðinga á dag.  Öllu jafna eru 27 til 30 skjólstæðingar sem nýta sér þau pláss en fólk kemur 3 til 5 daga í viku eftir því hvað hentar viðkomandi.

Maríuhús

Opið alla virka daga

08:00 - 16:30

Daggjöld eru greidd af Sjúkratryggingum en samkvæmt reglugerð greiða skjólstæðingar einnig daggjald. Einnig er greitt mánaðarlega í afþreyingarsjóð sem er nýttur í að fara í rútuferðir út úr bænum, á kaffihús, söfn, bíó, tónleika eða annað slíkt.  Akstur til og frá heimili er innifalinn.

Markmið okkar er hjálpa skjólstæðingum að viðhalda sjálfstæði eins lengi og kostur er.  Að styrkja og þjálfa vitsmunalega og líkamlega færni og stuðla þannig að lengri búsetu heima.  Við viljum efla sjálfstraust, draga úr vanmáttarkennd og vanlíðan.  Við viljum rjúfa félagslega einangrun og efla þátttöku í athöfnum daglegs lífs. Við fylgjumst með daglegu heilsufari og grípum inn í ef þörf krefur.  Við viljum líka létta undir með aðstandendum.

Stjórn

Forstöðumaður

Elín Hrönn Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

5347100

elinhronn@alzheimer.is

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?