RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Rannsóknir og greinar

Alois Alzheimer

Alois Alzheimer (1864 -1915) var þýskur læknir sem fyrstur manna skilgreindi Alzheimer sjúkdóminn árið 1906. Hann hafði áhuga á að rannsaka heilann og þá sérstaklega heilabörkinn. Fyrsti sjúklingurinn sem formlega var greindur með Alzheimer sjúkdóm var kona að nafni Auguste Deter. Hún var skjólstæðingur Alois Alzheimer sem lýsti hinum óþekkta sjúkdómi sem herjaði á hana og dró hana til dauða þegar hún var aðeins 55 ára að aldri. Helstu einkenni sjúkdómsins voru minnisleysi, misáttun og skynvilla.

 

Alzheimer kynntist Auguste Deter sem sjúklingi og rannsakað heila hennar eftir andlátið. Krufning sýndi margskonar óeðlilegar breytingar á heilanum. Heilabörkurinn var þynnri en eðlilegt var, hrörnun af því tagi sem aðeins sést hjá miklu eldra fólki var mikil og skellur (Neurofibrillary Tangles) voru í heilanum sem aldrei höfðu verið rannsakaðar fyrr en nú að Alzheimer gerði það. Enn þann daginn í dag byggja greiningaraðferðir Alzheimerssjúkdómsins á sömu grundvallaratriðum og Alzheimer kynnti í fyrirlestri sínum í nóvember 1906.

 

Smellið á nöfnin til að lesa nánar um Alois Alzheimer og Auguste Deter.


Heimildar- og fræðslumyndir

 Alzheimer á Íslandi

Íslensk heimildarmynd um Alzheimersjúkdóminn á Íslandi. Fjallað er um vitneskju læknisfræðinnar, helstu einkenni, greiningu og meðferðarúrræði. Rætt er við aðstandendur sjúklinga og þau víðtæku fjölskylduáhrif sem sjúkdómurinn veldur.

Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. 
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir FAAS/Alzheimersamtökin á Íslandi.

Alzheimer heimildarmynd

Heimildarmynd Íslenskrar erfðagreiningar frá árinu 2016 um alzheimersjúkdóminn; greiningu, eðli og erfðir. Fjallað er um hvernig fjölskyldulægar stökkbreytingar í erfðamengi geta bæði aukið og minnkað líkur einstaklinga á því að fá sjúkdóminn.

Dagskrárgerð: Páll Magnússon og Jón Gústafsson.

Hugarhvarf - lífið heldur áfram með heilabilun

„Aukin þekking minnkar fordóma og eykur hæfni fólks til þess að sinna heilabiluðum. Myndin er ætluð bæði leikum og lærðum til að auka skilning á umönnun heilabilaðra, styrkja þá og gefa hugmynd um góð og árangursrík samskipti við ástvin sinn eða skjólstæðing.“

Leikarar í myndinni eru Kristbjörg Kjeld og Gísli Alfreðsson, leikstjóri Lárus Ýmir Óskarsson, kvikmyndatöku önnuðust Friðþjófur Helgason og Jón Karl Helgason og framleiðandi er Kvik. 

Örmynd: Kári Stefánsson talar um Alzheimersjúkdóminn.

 

Greinar um Lewy body

Lewy body heilabilun

Grein um Lewy body heilabilun eftir Dr. Jón Snædal öldrunarlækni og Guðrúnu Karlsdóttur hjúkrunarfræðing. Allar helstu upplýsingar um Lewy body heilabilun, sögu, einkenni, greiningu og meðferð. Smellið á titilinn til að opna greinina í nýjum glugga. 

Greinar um heilabilun


Frá Íslenskri erfðagreiningu

Um Alzheimersjúkdóminn

Í október 2014 hélt Íslensk erfðagreining í samráði við FAAS (Alzheimersamtökin hétu áður FAAS) opinn fræðslufund um Erfðir Alzheimersjúkdómsins. Fundurinn var mjög vel sóttur og hlýddi hátt á fimmta hundrað áheyrenda á Jón Snædal og Kára Stefánsson skýra frá rannsóknum ÍE og samstarfsaðila. Í lok fundarins svöruðu þeir Jón og Kári spurningum fundarmanna.

 

Smellið hér til að horfa á upptöku af fundinum.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um rannsóknir ÍE á Alzheimer.

 

 

Um heilann

Í desember 2015 hélt Íslensk erfðagreining opinn fræðslufund undir yfirskriftinni Um heilann í blíðu og stríðu - sköpunarverk hans og erfðir. Fundurinn var mjög vel sóttur.

Smellið á nafn fyrirlesara til að horfa á upptöku af erindi hvers og eins á fundinum.

Fyrirlesarar voru:

 

 


Örmynd: Kári Stefánsson talar um Alzheimersjúkdóminn. 

 

Alzheimer heimildarmynd

Heimildarmynd frá árinu 2016 um alzheimersjúkdóminn; greiningu, eðli og erfðir. Fjallað er um hvernig fjölskyldulægar stökkbreytingar í erfðamengi geta bæði aukið og minnkað líkur einstaklinga á því að fá sjúkdóminn. Dagskrárgerð: Páll Magnússon og Jón Gústafsson.


Pistlar um heilabilun - Jón Snædal, öldrunarlæknir

Hér eru birtir pistlar frá Jóni Snædal öldrunarlækni þar sem hann mun fjalla um heilabilun í sem víðustu samhengi; orsakir, birtingarmyndir, afleiðingar, forvarnir og meðferð.

Pistlarnir munu birtast reglulega hér á heimasíðu samtakanna og samfélagsmiðlum. Markmið með pistlunum er að þeir muni gagnast lesendum í leit þeirra að meiri þekkingu á heilabilunarsjúkdómum.

Pistlar frá Jóni Snædal

1.pistill: Kynning

2. pistil: Hvað er heilabilun?

3. pistill: Forstig heilabilunar

4.pistill: Forvarnir gegn vitrænni skerðingu og heilabilun

5. pistill: Hvað er alzheimer sjúkdómurinn ?

6. pistill: Hvernig eru orsakir heilabilunar greindar?

7. pistill: Lewy sjúkdómur

8.pistill: Lyf við Alzheimer sjúkdómi I

9. pistill: Lyf við Alzheimer sjúkdómi II

10. pistill: Þróun lyfja gegn Alzheimer sjúkdómi og þátttaka í lyfjarannsóknum

11. pistill: Geðrænar afleiðingar heilabilunar

12. pistill: Tónlist sem meðferð í heilabilun

Glærur frá fræðslufundi Alzheimersamtakanna 12.01.21: " Ég er farin(n) að gleyma svo miklu, á ég að láta rannsaka mig?" Jón Snædal

13. pistill: Myndlist og Alzheimer 

14. pistill: Íslenskar vísindarannsóknir

15. pistill: Íslenskar rannsóknir: Andoxunarefni og Alzheimer sjúkdómur

16. pistll: Íslenskar erfðarrannsóknir

17. pistill: Hvernig nýtast erfðarannsóknir?

18. pistill: Heilarit til greiningar á heilahrörnunarsjúkdómum - rannsókn íslensks nýsköpunarfyrirtækis

19. pistill: Norræn samvinna í rannsóknum á Alzheimer sjúkdómi

20. pistill: Evrópsk samvinna í rannsóknum á Lewy sjúkdómi

21. pistill: Hafa netsamskipti einhver áhrif á vitræna getu?

22.pistill Stefna heilbrigðisyfirvalda í málefnum einstaklinga með heilabilun - aðgerðaráætlun

23. pistill: Norræn ráðstefna í öldrunarfræðum, fróðleiksmolar um heilabilun.

24. pistill: Hvernig nýtast erfðaupplýsinginar?

25. pistill: Lífsgæði í Alzheimersjúkdómi

26. pistill: Fyrsta lyfið við Alzheimer sjúkdómi í 20 ár samþykkt vorið 2021

27.pistill: Klínískt rannsóknarsetur

28.pistill: CTAD ráðstefnan

29.pistill: Explain AD

30. pistill – Áhugarverðar rannsóknir

31. pistill: Áhættugen fyrir Alzheimer sjúkdóm - ApoE4 genið

32.pistill: Arfgerð notuð til að velja þátttakendur í lyfjarannsókn

33.pistill: Mænuvökvarannsóknir í rannsóknum á Alzheimer sjúkdómi

34.pistill: Ráðstefna um Alzheimer og skylda sjúkdóma - AD/PD 2022

 

VEFTRÉ
W:
H: