RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Gagnlegar síður

Um breytingar heilans

Eins og nafnið gefur til kynna eru heilabilunarsjúkdómar veikindi í heila. Heilinn er það líffæri sem hvað minnst er vitað um og erfiðast er að rannsaka. Það sem greinir einn heilabilunarsjúkdóm frá öðrum er eðli þeirra skemmda sem sjúkdómurinn veldur í heilanum. Alzheimer veldur annars konar skaða en Lewy body til dæmis.

Með því að smella HÉR getur þú opnað vefsvæði Alzheimer's Assosiation, Bandarísku Alzheimersamtakanna og skoðað skref fyrir skref þær breytingar sem eiga sér stað í heila sem veikist af Alzheimer.

Hér til hliðar má sjá myndband frá ensku Alzheimersamtökunum  Alzheimer's Society um heilabilun. Á síðunni þeirra eru mörg stutt upplýsingamyndbönd um algengustu heilabilunarsjúkdómana og virkni heilans. 

HEILRÆÐI #5

Aflaðu upplýsinga

Því meira sem þú veist um heilabilun, þeim mun betur ertu í stakk búin/n til að aðstoða manneskju með heilabilun. Gerðu því þér og þínum greiða og aflaðu þekkingar um heilabilun. Þú getur alltaf sent okkur fyrirspurn ef þú finnur ekki það sem þú leitar.

Annað áhugavert

 

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök, rekin án ágóða, sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu og hafa starfað hér á landi í aldarfjórðung. Í Íslandsdeildinni, eru yfir 6000 merkisberar, en höfuðstöðvarnar í Californíu þjóna milljónum merkisberum í yfir 40 löndum.

 

ALVICAN ÖRYGGISHNAPPURINN
Öryggishnappurinn frá Alvican er sérhannaður til þess að koma til móts við eldri borgara og aðra sem búa einir og vilja lifa í öryggi. Einnig er hann góð lausn fyrir stofnanir sem veita umönnun. 
Hér má skoða bækling um Alvican öryggishnappinn.

VEFTRÉ
W:
H: