Fræðslufundur maí

Fræðslufundur maí

Harpa Björgvinsdóttir iðuþjálfi og verkefnastjóri Seiglunnar, þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóm sem er á stigi vægra vitrænnar skerðingar og aðstandendur þeirra. Seiglan starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og byggir á þeirri sýn að iðja sé öllu fólki nauðsynleg og frá örófi alda hafi líf manneskjunnar einkennst af þörf til að stunda iðju og taka þátt í samfélaginu. Rannsóknir hafa sýnt að ef fólk kemst í þær aðstæður að geta ekki sinnt þeirri iðju sem er því mikilvæg, þá hefur það neikvæð áhrif á heilsu þess og líðan. Þjónusta Seiglunnar er einstaklingsmiðuð og valdeflandi og verður til á forsendum þeirra sem sækja þjónustuna. Fundurinn er haldinn í húsnæði okkar Lífsgæðasetri St.Jó 3.hæð í Hafnarfirði og einnig í beinu streymi á heimasíðu okkar www.alzheimer. Upptökur eru aðgengilegar eftir fundinn. Öll velkomin og aðgangur ókeypis!  

Fræðslufundur maí

Lífsgæðasetur St.Jó

Suðurgata 41

kl 16:30 - 17:30

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?