Bíósýning í Bíó Para...

Bíósýning í Bíó Paradís

Bíó Paradís eru heilavinir af öllu hjarta og hluti af styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Bíó Paradís í samvinnu við Alzheimersamtökin standa fyrir bíósýningu fyrir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra föstudaginn langa, 29. mars kl. 14:30. Sýnd verður kvikmyndin Hárið eftir Milos Forman, með íslenskum texta. Aðgangur er ókeypis, en nauðsynlegt er að bóka miða og eru allir hjartanlega velkomnir.

Bíósýning í Bíó Paradís

Bíó Paradís Hverfisgata 54

101

kl 14:30

Sýningin er hluti af KÓSY KINO verkefninu sem snýst um að gera Bíó Paradís aðgengilegra fólki sem færi annars ekki í bíó og er styrkt af EES sjóði Noregs, Íslands og Lichtenstein og ríkissjóði Slóvakíu.

Kærar þakkir Bíó Paradís 💜

Takk fyrir að vera heilavinir og takk fyrir flott boð í bíó 💜

Af hverju bíósýningar fyrir fólk með heilabilun?

  • Margir sem greinast með heilabilun hætta smám saman að sækja viðburði vegna ótta við að ekki sé tekið tillit til þeirra, að þau verði fyrir fordómum, að aðstaðan sé flókin að skilja og óaðgengileg.
  • Í könnun meðal Alzheimersamtakanna í Bretlandi kom í ljós að 69% fólks með heilabilun hefur hætt að sækja viðburði vegna of lítils sjálfstrausts.
  • Menningarviðburðir hafa mjög jákvæð áhrif á lífsgæði fólks með heilabilun og þó minningarnar af viðburðinum séu óskýrar þá er tilfinningin af góðri samveru samt til staðar.
  • Bíóferð með sínum nánustu er kærkomið og sjaldgæft tækifæri fyrir einstaklinga sem eru með heilabilun, til að vera þáttakendur í daglegu lífi án þess að vera stöðugt minnt á ástand sitt.
  • Vantar þig aðstoð?

    Vantar þig aðstoð?