Dagskrá apríl 2024

1. apríl 2024

Nú styttist í lok mars mánaðar og þar með eru páskar á næsta leiti.

Skrifstofa Alzheimersamtakanna verður lokuð frá skírdegi fram yfir annan í páskum, opnum aftur þriðjudaginn 2. apríl.

Dagskrá apríl mánaðar kemur inn núna í lok mars, því við viljum nýta tækifærið og minna á að Bíó Paradís í samvinnu við Alzheimersamtökin, býður fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra frítt bíó. Hvetjum ykkur til að gera ykkur glaðan dag og fjölmenna í bíó.

Boðið er á myndina “Hárið” eftir Milos Forman og er myndin sýnd með íslenskum texta. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís (Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík) á föstudaginn langa, þann 29. mars kl. 14:30. Frítt er inn en nauðsynlegt er að bóka miða og er hægt að gera það hér.

Í apríl verður haldið Alzheimerkaffi í Hæðargarðinum í Reykjavík og einnig verða haldin Alzheimerkaffi á Hellu og í Borgarnesi. Stuðningshópar verða haldnir í Hafnarfirði, Akureyri og Borgarnesi í apríl og eru þessir viðburðir auglýstir sérstaklega.

16/04/2024: Athugið Stuðningshópur í Borgarnesi 23.04.2024 fellur niður.

Þann 9. apríl, kl. 16:30-17:00 mun Valný Óttarsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjarvíkurborg  koma til okkar í  Lífsgæðasetur St. Jó. 3. hæð í Hafnarfirði og vera með fræðsluerindi. Valný mun kynna þróunarverkefnið Sigurvin sem er á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og felur í sér félagslegan stuðning vegna heilabilunar. Þar er ætlað að létta álagi af heimilum fólks með heilabilunarsjúkdóm og bæta lífsgæði þess og aðstandenda. Verkefnið felur í sér aukinn félagslegan stuðning við fólk með heilabilunarsjúkdóm og fjölskyldur þeirra, þar sem aðstæður eru með þeim hætti að viðkomandi getur búið heima.

Fræðslan verður einnig í beinu streymi og upptaka aðgengileg eftir á.

Stuðningshópar í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði, í umsjón Brynhildar Jónsdóttur sálfræðings, verða sem hér segir:

  • Fyrir aðstandendur fólks með heilabilun, miðvikud. 3. apríl kl. 13:30-15:00.
  • Fyrir aðstandendur með maka á hjúkrunarheimili með heilabilun, miðvikud. 10. apríl kl. 13:30-15:00.
  • Fyrir yngri afkomendur fólks með heilabilun, miðvikud. 17. apríl kl. 16:30-17:45.
  • Fyrir aðstandendur fólks með Lewy-body sjúkdóm, miðvikud. 24. apríl. kl. 13:30-15:00.

Í apríl munu einnig verða haldnir stuðningshópar á Akureyri og í Borgarnesi og eru þeir auglýstir sérstaklega á heimasíðu okkar og í nærumhverfi.

Nú eru páskar á næsta leiti, frídagar framundan og tilefni til að skapa gæðastundir með okkar nánustu.

Við hvetjum ykkur til þess að fara í göngutúra ef vel viðrar, njóta samveru, spjalla, spila og syngja saman, eða hvað það sem ykkur nærir og veitir gleði.

Minnum líka á að öll virkni er góð og það að sitja saman og púsla, lita, skoða gamlar myndir, leggja kapal, spila ólsen eða ráða krossgátu er allt ákveðin hugarleikfimi og gerir okkur öllum gott. Á sama tíma skapar samvera líka minningar og hvort sem minningarnar vara stutt eða lengi þá skapa slíkar stundir oft tilfinningu um góða líðan og aukna ró sem getur varað lengur.

Gleðilega páska!

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?